Hús til leigu í Ventura Hús til leigu í Orlando Flórída

Við höfum upp á að bjóða fallegt og gott hús í Ventura garðinum í Orlando sem er mörgum íslendingum góðkunnur. Húsið er með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Þannig rúmar húsið 6 manns. Einkasundlaug er í bakgarðinum með mjög góðri útiaðstöðu, vel búin góðum útihúsgögnum og sólbekkjum. Net er yfir útiaðstöðunni sem heldur flugum og pöddum í burtu, en netið hleypir þó allri sól í gegnum sig. Útiaðstaða snýr til há-suðurs og þar með talin sundlaugin. Þannig er unnt að njóta sólarinnar á því svæði frá því að hún kemur upp og þangað til hún hverfur á kvöldin. Þetta er mjög mikilvægt og þá sérstaklega á veturna þegar sólu varir styttra auk þess að hún er lægra á lofti. Því er mikilvægt að huga að því í hvaða átt útiaðstaðan snýr. Húsið sjálft er vel búið, sjónvörp í herbergjum, þvottavél og þurkari og aðgangur að háhraða interneti. Handklæði,rúmföt eru til staðar.

Húsið var allt tekið í gegn vorið 2013. Skipt var um gólfefni á öllu húsinu (flísar settar á) og baðherbergi endurnýjuð. Húsið var heilmálað. Skipt var um allt sem skipta þurfti um og er það í dag sem nýtt hús. Nýjar dýnur eru í öllum rúmum og eru þær 1. flokks hágæða amerískar. Patio var allt málað og endurnýjað veturinn 2012-2013.

Allt er til reiðu og húsið er tilbúið, svo að þú og fjölskyldan þín getið notið alls þess góða sem Flórída hefur uppá að bjóða.

Athugið að ekki þarf að greiða fyrir hitun á lauginni sem vanalega er aukakostnaður sem nemur allt að $300 vikuna!

Ventura garðurinn er vel staðsettur, miðsvæðis í Orlando og er öll þjónusta í mjög stuttri fjarlægð. 24 tíma öryggisgæsla er í hverfinu sem er afgirt. Mjög skemmtilegur 18 holu golfvöllur er innan svæðisins og veitingastaður. Stór sundlaug er í hverfinu sem allir sem þar eru mega hafa afnot af.

Helstu skemmtigarðar Flórída, svo sem Disney World og Sea World eru í um það bil 30 mínútna fjarlægð og einungis um 45 mínútna akstur á Cocoa Beach og Kennedy Space Center. Akstur frá Sanford International airport er um það bil 35 mínútur og ekki nema 10 mínútur frá Orlando International airport.

Hús í Orlando
Hús á Florida
Til leigu á Florida
Ventura Florida
Hús til leigu í Ventura
Orlando hús